Hér finnur þú hugmyndir að góðum gjöfum fyrir börn frá fæðingu og uppúr. Hér er fyrst og fremst farið yfir leikföng en það má aldrei gleyma að samvera og upplifun er dásamleg gjöf! Bækur eru mikill fjársjóður og í gegnum bækur ferðast börn í gegnum ævintýraheima. Góð útiföt eru lykill að góðum stundum í náttúrunni sem er ómetanlegt fyrir þroska og heilsu barna. Það er því ótal margt sem hægt er að gefa börnum í gjafir sem kætir og bætir.

Þegar þú leitar eftir gjafahugmynd hér er mikilvægt að skoða meira en bara þann aldursflokk sem passar barninu sem á að fá gjöfina. Hér almennt mælt með opnum leikföngum en það þýðir að leikföngin hafa engan fyrirfram ákveðinn tilgang og hægt að nota á ótal vegu. Börn geta því notað sömu leikföngin árum saman. Þú myndir því missa af ansi mörgum góðum hugmyndum ef þú skoðar aðeins einn flokk.

Ég set leikföng inn í þann aldursflokk sem mér finnst passa vel. Hugmyndirnar byggja líka ofan á hver annarri. Þannig tek ég mið af því að hægt sé að bæta við í leikfangasafnið með árunum þannig að allt passi vel saman. Það má því enginn vera feimin/n/ð við að skoða flokk fyrir þriggja ára þó verið sé að leita að gjöf fyrir fimm ára. Ég set nefnilega ekki sömu leikföngin í marga flokka þó þau eiga vissulega erindi fyrir mjög breiðan aldur.

 

Hér getur þú séð hugmyndir að góðum gjöfum í mismunandi aldursflokki.
Ekki gleyma að skoða sem flesta flokkana svo þú missir ekki af góðum hugmyndum! 


 

Gjafahugmyndir fyrir ungbörn


 

Gjafahugmyndir fyrir 1 árs


 

Gjafahugmyndir fyrir 2 ára


 

Gjafahugmyndir fyrir 3 ára


 

Gjafahugmyndir fyrir 4 ára 


 

Gjafahugmyndir fyrir 5 ára 


 

Gjafahugmyndir fyrir 6 ára og eldri