Tveggja ára börn eru dásamleg! Það fylgir þeim oft svo mikill kraftur. Þau vilja sýna hvað í þeim býr og gera sjálf eins mikið og hægt er. Hlutverkaleikur fær enn meira gildi en áður þar sem börn leika eftir það sem þau upplifa og sjá í sínu umhverfi. 

Börn eru enn að byggja upp færni með kubba og finnst gaman að stafla kubbum, raða þeim og nú má sjá fyrstu vísa að stærri og flóknari kubbabyggingum. 

 


 

Gjafahugmyndir fyrir tveggja ára börn

 

Tveggja ára börn vilja gjarnan leika eftir það sem þau sjá í umhverfi sínu. Dúkkuleikur er ein leið fyrir þau að leika eftir það sem þau sjá umönnunaraðila sína gera. Að leika með dúkkur eflir félagsþroska barna, samkennd, ímyndunarafl, orðaforða, fínhreyfingar og fleira. 

Vönduðu Dinkum dúkkurnar frá merkinu Olli Ella fást hjá Hríslu og Regnboganum.

Dúkkurnar hafa látlaust yfirbragð og geta því verið stúlka, drengur eða annað sem passar leiknum. Dúkkurnar hafa hreyfanlega útlimi og geta bæði setið og staðið. 

Úrvalið er fjölbreytt og hægt er að velja um mismunandi húðlit og hárlit. 

Ýttu hér til að skoða betur úrvalið hjá Hríslu

Ýttu hér til að skoða betur úrvalið hjá Regnboganum

 

Hjá Valhnetu og Regnboganum færð þú virkilega dásamlegar dúkkur frá merkinu Minikane. Dúkkurnar hafa hreyfanlega útlimi og sumar þeirra geta staðið sjálfar. 

Dúkkurnar eru í réttum líkamshlutföllum og hægt er að velja um mismunandi húðlit og hárlit. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá Valhnetu

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá Regnboganum

 

Hjá Playroom færðu fallegan dúkkuvagn sem má nota í dúkkuleikinn og til að ferja ýmis leikföng milli staða. Dúkkuvagninn er með tveimur töppum sem kemur í veg fyrir að börn detta framfyrir sig og því nýtist hann einnig sem gönguvagn fyrir yngri börn. 

Ýttu hér til að skoða dúkkuvagninn hjá Playroom

 

Að leika eftir því sem börn sjá gerast í eldhúsinu er oft mjög vinsælt. 

Ég hef verið mjög hrifin af IKEA barnaeldhúsinu. Oftar en ekki hefur það átt stað í eldhúsinu - semsagt alvöru eldhúsinu ;) 

Smá serjós í dótapott á meðan maður sjálfur eldar kvöldmatinn er frábær leið til að hafa ofan af börnum á úlfatímanum.


 

Leikfangadýr eru eitt af mest notuðu leikföngunum á mínu heimili. Við eigum heilu hjarðirnar af dýrum frá öllum heimshornum.

Mér finnst það bjóða uppá svo mikinn lærdóm að leika með mismunandi dýr. Yngstu börnin læra hvað dýrin heita, hvað afkvæmi þeirra heita og hvað dýrin segja. Þegar börn verða eldri vilja þau jafnvel vita hvað dýrin borða, hvar þau lifa, hvernig þau haga sér og fleira. 

Þegar ég kaupi ný dýr vel ég oftast að kaupa frá merkinu Schleich þar sem þau dýr eru einna líkust raunverulegum dýrum.  

Leikfangaverslunin Krumma hefur gott úrval af dýrum frá Schleich.


 

Baðferðir eru ansi vinsælar hjá mörgum börnum!

Hjá Regnboganum fást dásamleg baðleikföng sem gera baðferðirnar enn skemmtilegri!

Baðkubbarnir eru úr svampi (öruggir og lausir við skaðleg efni) þannig að þeir festast saman þegar þeir eru blautir og það er líka hægt að festa þá við sturtuglerið eða baðvegginn. 

 

Hjá Leiksjoppunni er líka skemmtilegt úrval af baðleikföngum. 

Það verður líf og fjör í baðtímanum með bunandi vatni og tannhjólum sem snúast. 

Ýttu hér til að skoða baðleikföngin hjá Leiksjoppunni. 


Börn eru dugleg að velja sér krefjandi verkefni sem eflir þroska þeirra á einn eða annan hátt. Hvers kyns æfingar til að þræða eru frábærar til að æfa samhæfingu handa og augna, fínhreyfingar og þolinmæði. 

Það fást mörg sniðug sett til að þræða hjá Regnboganum. Kubbana sem þrætt er í gegnum má einnig nota í allskyns öðrum leikjum. 

Ýttu hér til að skoða leikföng til að þræða hjá Regnboganum.

 

Hjá Montessori.is er líka hægt að fá vandað og veglegt sett til að þræða. 

Ýttu hér til að skoða þræðingasettið hjá Montessori.is

(Athugið að framleiðandi mælir með þessu leikfangi fyrir börn þriggja ára og eldri)


 

Speglakubbar eru skemmtilegir að svo mörgu leiti. Það er auðvelt að nota þá til að stafla og byggja og svo er ótrúlega skemmtilegt að sjá sig eða umhverfið speglast í þeim. 

Ýttu hér til að skoða speglakubbana hjá Regnboganum


 

Grapat leikföngin eru hafa óteljandi möguleika í leik. Það eru til svo mörg dásemdar sett og ég mæli með að skoða úrvalið hjá Regnboganum og sjá hvað heillar þig mest. 

Frábært sett fyrir tveggja ára er Lola settið. Á þessum aldri eru börn ennþá að æfa sig að byggja turna og þeim finnst gaman að setja hluti ofan í eitthvað. 

Settið nýtist svo í mörg ár því möguleikarnir eru óteljandi! Passaðu bara að í settinu eru smáhlutir sem þarf að taka út fyrst um sinn fyrir yngstu börnin. 

Ýttu hér til að skoða Lola settið hjá Regnboganum

Árstíðasettin eru frábær byrjendasett því það er svo fjölbreytt. Mismunandi fígúrur, skálar, peningar og hringir. 

Oft eiga fullorðnir erfitt með að ímynda sér hvernig börn leika með opinn efnivið eins og þennan en trúðu mér, börn eiga ekki í neinum vandræðum með að finna ótal leiðir til að nota Grapat leikföngin í leik. 


 

Börn hafa náttúrulega þörf fyrir að hreyfa kroppinn sinn. Þau eru stöðugt að leita leiða til að efla hreyfiþroska sinn. Útivera er alltaf besti staðurinn til að efla hreyfiþroska barna en það er ýmislegt sem við getum notað líka innandyra til þess. Jafnvægisbretti eru frábær til þess einmitt að leyfa börnum að fá útrás fyrir náttúrulegri hreyfiþörf sinni en einnig má nota þau í allskonar leiki. Jafnvægisbretti getur verið brú, hellir, borð, rennibraut, veggur og allskonar meira. 

Jafnvægisbrettið frá Kinderfeet fæst hjá Playroom.is. Brettið þolir allt að 220 kíló. 

Ýttu hér til að skoða jafnvægisbrettið hjá Playroom.is


 

Hjá Regnboganum færðu vandaðan leiksófa sem nýtist á ótal vegu í mörg ár!

Leiksófinn nýtist í notalegheit og kósý og er líka stórkostlegur í ærslaleikinn!

Það má nota sófann til að ærslast og hnoðast, hoppa og skoppa, klifra og príla. Börnin geta byggt það sem þeim dettur í hug úr sófanum - virki, kastala, geimflaug og fleira. 

Ýttu hér til að skoða betur leiksófann hjá Regnboganum. 

 

Fara á upphafssíðu gjafafærslu

 

Fara í næsta aldursflokk