Hæ - ég er Sigrún Yrja og þetta er mín saga

Ég er gift Ásgeiri og saman eigum við tvö börn fædd 2015 og 2017. Ég er félagsráðgjafi og hef unnið með börnum og unglingum á öllum skólastigum síðan ég lauk meistaragráðu árið 2014.

Ég var skólafélagsráðgjafi í menntaskóla um tíma, sinnti umsjónarkennslu í 7. bekk einn vetur og er nú starfandi deildarstjóri í litlum sveitaleikskóla þar sem við erum með börn á aldrinum eins til sex ára.

Þegar eldra barnið mitt var um tveggja ára gamalt kynntist ég virðingaríku uppeldi. Í kjölfarið fór ég að hugsa öðruvísi um leik barna en ég hafði áður gert.

Það var þó ekki fyrr en dóttir mín var tæplega árs gömul að ég fór að kynna mér leik sérstaklega og áttaði mig þá á hvað leikur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þroska og velferð barna.

Síðan þá hef ég unnið að því að aðstoða aðra foreldra við að stuðla að meiri leik sinna barna.