Við þriggja ára aldur hefur heilmikill þroski átt sér stað. Með auknum málþroska verða meiri sögur til í leiknum. Ímyndunaraflið er í fullu fjöri og nú hafa börn meiri orðaforða til að koma hugmyndum sínum og sögum í orð. 

Börn eru einnig orðin öruggari í hreyfingum þriggja ára og fínhreyfingar tekið miklum framförum. Það sést greinilega í kubbaleik barna því þau byggja stærra og meira og gera það af meira öryggi. 

 


 

Gjafahugmyndir fyrir þriggja ára börn:

 

Kubbar eru að mínu mati skyldueign á öll leiksvæði. Það þarf kannski ekki að byrja með mikið af kubbum en eftir því sem börn eldast og þroskast, byrja að byggja meira og stærra má alveg bæta við í kubbasafnið.

Í gegnum kubbaleik læra börn svo ótrúlega margt! Börn styrkja samhæfingu handa og augna og efla rýmisgreind, fínhreyfingar, ímyndunarafl og sköpunargáfur. Þegar börn byggja úr kubbum æfa þau lausnamiðað hugsun þegar þau sjá fyrir sér hvað þau vilja byggja og finna leiðir til að láta það ganga.

Í kringum þriggja ára aldurinn fer byggingarstíll barna að taka breytingum og þá er skemmtilegt að bæta við í kubbasett sem eru þegar til eða bæta við nýjum kubbum. Mig langar því að nefna þónokkur kubbasett sem öll eru mikið notuð á okkar heimili. 


Með kubbasettinu frá Just Blocks sem fæst hjá Playroom er hægt er að skapa hreint út sagt ótrúlegar byggingar og skúlptúra. Í settinu eru kubbar, litlar spýtur og plötur í tveimur stærðum.

Ýttu hér til að skoða Just Blocks kubbana hjá Playroom.is


Kapla kubbar eru einfaldir kubbar sem koma í einni stærð og lögun. Þessa þunnu og ílöngu kubba má nota í allskyns leiki. Það er auðvelt að gera girðingar úr þeim fyrir dýr, það má byggja turna eða stórar og flóknar byggingar þegar börn verða eldri. 

Kapla kubbarnir fást meðal annars hjá Krumma


Einingakubbar eru merkileg hönnun. Kubbarnir eru í ákveðnum stærðfræðilegum hlutföllum þar sem allt kubbasettið er hannað út frá grunnkubb. Öll kubbaformin ganga upp í þennan grunnkubb.

Ýttu hér til að skoða einingakubba hjá Regnboganum

Ýttu hér til að skoða einingakubba hjá Krumma


Grimms kubbasettið sem fæst hjá Hríslu er hverrar krónu virði! Settið inniheldur 100 kubba í fimm stærðum. Stærðirnar virka eins og einingar þannig að kubbarnir þjálfa mikla stærðfræðihugsun hjá börnum. Minnsti kubburinn er ein eining og þegar þú raðar fimm kubbum saman eru þeir jafn háir og stærsti kubburinn í settinu. 

Ýttu hér til að skoða Grimms kubbana hjá Hríslu

 


Litríka og fjölbreytta kubbasettið frá Grimms sem fæst hjá Hríslu er algerlega frábært. 

Kubbarnir eru í fimm mismunandi formum og situr hvert form í sér tréramma. Trérammarnir nýtast einnig í ýmsa leiki.

Ýttu hér til að skoða Grimms kubbana hjá Hríslu

 

 


 

Bavvic kubbarnir eru spennandi nýjung hér á landi. Þessa stóru og veglegu viðarkubba er hægt að festa saman með silikon tengingum. 

Með þessum margverðlaunuðu kubbum geta börn skapað það sem hugurinn girnist.

Ýttu hér til að skoða Bavvic kubbana hjá Valhnetu


Gluggakubbarnir frá Bauspiel sem fást hjá Regnboganum eru í svo miklu uppáhaldi hjá dóttur minni. Ég finn þá hingað og þangað um húsið því hún er alltaf með þá á ferðinni.

Það er skemmtilegt að nota þessa kubba í allskyns byggingar en það er líka alveg dásamlegt að skoða veröldina í með því að horfa í gegnum kubbana og sjá allt í nýju ljósi. 

Ýttu hér til að skoða Bauspiel gluggakubbana hjá Regnboganum


Fullkomið með kubbum og öðrum opnum efnivið eru látlausar fígúrur sem hafa ekkert kyn eða sérstaka eiginleika. Fígúrurnar geta þjónað hvaða hlutverki sem er og veita þannig fullkomið frelsi í leiknum.

Sama fígúran getur verið afi, hjúkrunarfræðingur, barn, vörubílstjóri, arkitekt, kennari, Gunna frænka, draugur, læknir eða hvað sem er. 

Það eru til margar sniðugar fígúrur frá Grapat. Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá Regnboganum

 


Flockmen kubbarnir bjóða uppá fjölbreyttan og virkilega skemmtilegan leik fyrir fólk á öllum aldri!

Það má nota Flockmen sem fólk í allskyns leikjum en það má líka nota þá til að stafla á ólíka vegu. 

Hægt er að prenta út skemmtilegar þrautir og verkefni til að nota með Flockmen. 

Ýttu hér til að skoða Flockmen hjá Montessori.is

 


 

Segulkubbar hafa náð ótrúlegum vinsældum síðustu ár sem er engin furða. Segulkubbar eru frábær leikföng sem er auðvelt fyrir börn að byggja úr. 

Við höfum reynslu af fjórum tegundum segulkubba (Playmags, Connetix, Picasso Tiles og Magnatiles) og erum ánægð með öll þau merki.

Ég mæli með að skoða hvað er til í hvaða merki hverju sinni og hvaða sett höfðar best til þín. Sum merki hafa form sem önnur merki hafa ekki. Sum merki hafa liti sem önnur merki hafa ekki. Þess vegna er frábært að öll þessi fjögur merki sem við höfum reynslu af passa saman svo það er engin þörf að velja eitt merki og halda sig við það. Það má blanda saman!


 

Playmags segulkubbarnir fást hjá Regnboganum


 

Connetix segulkubbarnir fást hjá: 


 

Picasso Tiles segulkubbarnir fást hjá Uglunni


 

Magnatiles segulkubbarnir fást hjá ABC skólavörum


 

Í kringum þriggja ára aldurinn fara börn enn lengra inn í hlutaverka- og ímyndunarleiki. Nú eru þau ekki bara að leika eftir það sem þau sjá og upplifa í kringum sig heldur eru þau sjálf farin að skapa sína eigin ímyndaða veröld. 

 

Þú getur fundið fjölmörg hlutverkasett frá PlanToys sem eru fullkomin viðbót við leiki þar sem börn fara sjálf í hin ýmsu hlutverk. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá PlanToys

Hjá Regnboganum finnurðu einnig frábært úrval af sniðugum leikföngum í hlutverkaleikinn.

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá Regnboganum. 

 

 


 

Dúkkuhús eru frábær fyrir börn sem eru hrifin af ímyndunarleikjum. Þegar leikið er með dúkkur og dúkkuhús er hægt að skapa svo skemmtilega tilveru og ævintýralegar sögur. 

Victorian dúkkuhúsið frá PlanToys er virkilega vandað og veglegt. Þetta er klassískt hús sem getur erfst milli kynslóða. Hægt er að opna húsið að hluta eða alveg að framan sem einfaldar allan leik. 

Dúkkuhúsin og húsgögnin frá PlanToys eru raunveruleg í útliti sem ég tel gera það að verkum að börn leika lengur með það en ella. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá PlanToys


 

Börn elska að klæða sig í búninga þegar þau eru í hlutverkaleikum. Leiksilkin frá Sarah’s Silk sem fást hjá Playroom má nota til að búa til ýmsa búninga og fylgihluti. Leiksilki má til dæmis nota sem skikkju, sem pils, sem höfuðfat, sem burðarpoka undir dúkkur og ótal margt fleira. Það besta er að leiksilkið verður aldrei of lítið á barnið.   

Sarah's Silks hefur einnig hannað einfalda og fallega búninga eins og vængi, höfuðkrans, einhyrningshorn, mjúk sverð, kórónu. Þetta eru búningar sem passa á börn í mörg ár og duga því lengi.  

Ýttu hér til að skoða úrvalið af leiksilki og silkibúningum hjá Playroom.is


 

Hjá Valhnetu fást líka dásamlega fallegir og vandaðir búningar sem endast börnum í mörg ár. 

Pils, skikkjur, kórónur og annað skemmtilegt sem passar vel í hlutverkaleikinn.

Ýttu hér til að skoða búningaúrvalið hjá Valhnetu


 

Kitpas vaxlitirnir sem fást hjá Valhnetu eru frábærir litir fyrir litlar hendur. Þeir eru mjúkir svo það er auðvelt að lita með þeim en þeir klessast ekki út um allt. Litina má nota á blað, tússtöflur og jafnvel á rúðurnar.  Það getur verið hin mesta skemmtun að standa úti í glugga og teikna. Einfalt er að þrífa litina af með rakri tusku. 

Ýttu hér til að skoða Kitpas vaxlitina hjá Valhnetu

 

Til baka á upphafssíðu gjafafærslu

Fara í næsta aldursflokk