Við sjáum alltaf mun á þroska barna í gengum leikinn frá ári til árs. Fjögurra ára eru börn komin með enn meiri orðaforða og sögurnar í leiknum orðnar enn innihaldsríkari en áður. Ímyndunarleikur er því ennþá mjög vinsæll. Börn eru ennþá öruggari en áður í kubbaleik. Byggingarnar verða ennþá stærri og skrautlegri. 

Nú fara börn að sýna meiri áhuga á bókstöfum og tölustöfum. 

 


 

Gjafahugmyndir fyrir fjögurra ára börn:

 

Á þessum aldri eru börn oft byrjuð að hafa mikinn áhuga á bókstöfum. Þau eru dugleg að tengja ákveðna bókstafi við fjölskyldumeðlimi eða vini og þau byrja að æfa sig að skrifa stafina. 

Nú fara börn einnig að átta sig betur á talnagildi tölustafa. Þau skilja betur að tölustafurinn sjö er ekki bara einhver tala sem er á ákveðnum stað í talnarunu heldur að það þýði sjö einingar. 

Þegar börn eru farin að sýna bókstöfum og tölustöfum áhuga er kjörið að þau eignist lærdómsleikföng. Þannig fá þau betra tækifæri til að taka lærdóminn inn í leikinn og það eflir þeirra sjálfsnám enn frekar. 


SumBlox tölukubbarnir eru frábærir til að gefa börnum aukinn skilning á gildi tölustafanna. Kubbarnir eru hannaðir þannig að stærð hvers kubbs endurspeglar tölugildi hans.

Börn geta til dæmis staflað tveimur þrista kubbum og þá eru þeir jafn háir og ein sexa. 

Kubbarnir eru þykkir og stöðugir og því er hægt að nota þá í allskyns byggingar líka. 

Ýttu hér til að skoða SumBlox kubbana hjá Playroom.is


 

Nýlega opnaði netverslunin montessori.is þar sem má finna virkilega frábær lærdómsleikföng!

Þar er til dæmis hægt að fá svokölluð forskriftarbretti sem eru hönnuð til þess að kenna börnum á fyrstu línurnar sem þau mynda þegar þau byrja að læra að skrifa. Forskriftarbrettin koma tvö saman og það eru línur beggja megin á báðum brettum. 

Hjá Montessori fæst einnig íslenskt stafrófsbretti sem hjálpar börnum að læra stafina. Stafrófsbrettið er með hástöfum öðru megin og lágstöfum hinu megin. 

Bæði forskriftarbrettunum og stafrófsbrettinu fylgir sérstök rakningarstöng þannig að börn geta bæði æft sig að skrifa með fingrunum og stönginni. Með því að halda á rakningarstönginni æfa þau einnig rétt grip á blýanti.

Hjá montessori.is fást einnig lærdómsleikföng fyrir stærðfræðinám barna. 

Tölubrettið hjálpar börnum að læra tölurnar 1-10. Þau sjá röðina, læra hvernig tölustafirnir líta út og geta æft sig að skrifa tölustafina með fingrunum eða rakningarstönginni. 

Tölukubbarnir eru frábær leið til að hjálpa börnum að skilja hvernig tölur og talnagildi þeirra virka. Á hverjum kubb er ein tala og samsvarandi margar holur. Kubbarnir sjálfir stækka líka eftir því sem talan á þeim hækkar. Það er því mjög sjónrænt fyrir börn að átta sig á auknu talnagildi með þessum kubbum. 

Ýttu hér til að skoða betur öll lærdómsleikföngin hjá montessori.is


 

Ef þú átt Just Blocks kubbana þá eru Smart Lines kubbarnir frá sama merki algerlega frábær viðbót! Ef þú átt ekki Just Blocks kubbana þá eru Smart Lines settin með allt til alls og algerlega frábær ein og sér!

Smart Lines eru alveg eins og Just Blocks kubbarnir nema hér er búið að gera rákir í kubbana sem býður uppá ennþá fleiri möguleika til að skapa. 

Ýttu hér til að skoða Smart Lines kubbana frá Playroom.is

Önnur frábær nýjung frá Just Blocks eru City kubbarnir. Fullkomin viðbót við upprunalegu og Smart Lines kubbana, en líka frábært eitt og sér.

Ýttu hér til að skoða úrvalið af Just Blocks kubbum hjá Playroom.


Abel kubbarnir eru virkilega góðir kubbar sem bjóða uppá allskonar möguleika! Þessir kubbar eru mjóir, langir og sveigðir. Með þeim er auðvelt að gera kúlubrautir, það má nota þá til að gera girðingar fyrir dýr, brýr yfir götur, veggi og svo ótal margt fleira. Það er líka skemmtilegt að nota þá til að gera allskyns myndir og form. 

Ýttu hér til að skoða Abel kubbana hjá Regnboganum


 

Grapat mandölur eru skemmtilegur efniviður fyrir alla sem eru hættir að setja smáhluti í munninn! 

Mandölurnar má nota sem lausamuni í allskonar ímyndunarleiki. Til dæmis sem möl í gröfuleik eða sem matur í eldhúsleik. 

Það má æfa sig að gera úr þeim mynstur, myndir eða mandölur. 

Grapat mandölu settin eru líka frábærir í allskyns stærðfræðiæfingar þar sem þeir eru litlir og meðfærilegir. Þannig má nota þá til að átta sig á tölugildi, æfa samlagningu og frádrátt og fleira. 

Ýttu hér til að skoða Grapat Mandala bitana hjá Regnboganum


Það er skemmtilegt að leika sér með segla sem má raða upp á ótal vegu og nota aftur og aftur. 

Hjá Valhnetu færðu segultöflur og skemmtilega segla til að nota með.

Það má líka teikna á segultöfluna með töflutúss eða Kitpas litunum. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá Valhnetu


Hjá Hríslu fást skemmtileg og fjölbreytt seglasett frá Petit Collage. Settin koma í handhægum öskjum sem eru hluti af leiknum af því að í þeim eru tveir mismunandi bakgrunnar til að skapa ólík sögusvið.  

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá Hríslu


Leir býður uppá virkilega notalegar, góðar og rólegar leikstundir. 

Bloggfærslan með heimagerða leirnum er líka vinsælasta færslan á þessari heimasíðu svo mig grunar að það séu fleiri sem eru sammála um ágæti leirstundanna!

Hjá Hríslu fást fjölbreytt og skemmtileg leirform úr umhverfisvænum efnivið. Þessi leirform má líka nota til að gera smákökur!

Ýttu hér til að sjá úrvalið af leirformum hjá Hríslu.


 

Þegar börn eru orðin fjögurra ára eiga þau auðveldara en áður með að tengja saman götur eða lestarteina. Á þessum aldri eru fínhreyfingar betri og fingur orðnir styrkari og þess vegna reynist þeim auðveldara að setja saman. Nú sjá þau líka betur heildarmyndina um hvernig þau vilja hafa leiðina og geta unnið að því. 


Lestarteinarnir frá Ikea hafa reynst mjög vel. Það er hægt að kaupa lestarsett og ýmsa sniðuga fylgihluti. 

Með tímanum er auðvelt að bæta í lestarsettið og stækka það þar sem einnig er hægt að kaupa einungis lestarteina. 

Ýttu hér til að skoða lestarteina og fylgihluti hjá Ikea


Bílabrautin frá Waytoplay er virkilega sniðug! Hægt er að púsla brautinni á ýmsa vegu og því geta börn sjálf skapað sína leið. 

Bílabrautina má nota inni, úti og jafnvel í baði! Þetta er því leikfang sem hefur marga möguleika!

Ýttu hér til að skoða Waytoplay hjá Hreiður.is

Ýttu hér til að skoða Waytoplay hjá Playroom.is

Ýttu hér til að skoða Waytoplay hjá Hríslu


Hjá Playroom.is geturðu fengið umferðaskilti og ljós sem passa ótrúlega vel með bílabrautinni og jafnvel lestarteinum. 

Ýttu hér til að skoða umferðamerkin hjá Playroom.is

 

Til baka á upphafssíðu gjafafærslu

 

Næsti aldursflokkur