Þegar börn byrja í grunnskóla gefst oft minni tími fyrir frjálsan leik. Leikur er eftir sem áður ótrúlega mikilvægur fyrir þroska og velferð barna - líka skólabarna! 

Börn þurfa enn útrás fyrir hugmyndarflugið og sköpunargáfuna. Þau eru almennt dugleg að velja sér krefjandi verkefni sem reynir á hugann. 

 


 

Gjafahugmyndir fyrir sex ára og eldri

 

Það er til svo ótrúlega mikið úrval af virkilega fallegum, vönduðum og sérstökum kubbum. Það er því skemmtilegt að bæta við nýjum og öðruvísi kubbum í safnið þegar börn verða eldri. 

X kubbarnir frá Bauspiel eru dæmi um öðruvísi kubba sem hafa ótrúlega möguleika til sköpunar. Kubbana má nota með öðrum kubbum eða eina og sér. Kubbar sem hannaðir eru til að passa með X kubbunum eru til dæmis gegnsæju teningarnir frá Bauspiel. 

Gegnsæju teningarnir eru ekki bara skemmtilegir með X kubbunum heldur má nota þá til að læra litina, flokka, búa til mynstur og fleira. 

Ýttu hér til að skoða X kubbana hjá Regnboganum

Ýttu hér til að skoða gegnsæju teningana hjá Regnboganum


 

Cubaro kúlubrautin er frábært leikfang fyrir klóka krakka!

Það er áskorun að byggja kúlubraut sem gengur upp og það er einmitt það sem getur haldið athygli eldri barna í leik. 

Öll settin frá Cuboro ganga saman og alltaf hægt að bæta í safnið til að geta gert stærri og flóknari kúlubrautir. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið af kúlubrautum hjá Regnboganum. 


 

Börn eru ótrúlega klár og þau vilja láta reyna á hugann. Þau vilja leysa þrautir, leggja púsl og spila. Það eflir vitsmunaþroska!

Kapla Kubba Challange er skemmtileg áskorun.

Settið inniheldur aðeins 16 Kapla kubba og 12 spjöld með krefjandi en skemmtilegum áskorunum. 

Ýttu hér til að skoða Kapla Kubba Challange hjá Krumma


 

Hjá Valhnetu færðu vandaða og fræðandi segla sem hjálpa börnum að læra um mannslíkamann. 

Á mínu heimili hefur eldra barnið dundað sér mikið með þessa segla og er mjög áhugasamur um líkamann og líffræði í kjölfarið. 

Ýttu hér til að skoða seglana hjá Valhnetu.


 

Fyrir börn sem eru áhugasöm um sólkerfið er hægt að fá skemmtilegt föndurverkefni hjá Montessori.

Sniðugt sett sem inniheldur sólina og reikistjörnurnar. Börnin sjá svo sjálf um að lita eða mála pláneturnar. 

Ýttu hér til að skoða sólkerfið hjá Montessori.is


Púsl eru skemmtileg fyrir allan aldur! Sérstaklega ef myndin sem skal púsla höfðar til manns. 

Hjá Regnboganum fást púsl með skemmtilegum myndum og skemmtileg í laginu. Ekki bara það heldur fylgir púslinu bæklingur með fræðandi upplýsingum um dýrið sem skal púslast. 

Ýttu hér til að skoða púslin hjá Regnboganum


 

Skopparakringlur eru eitt elska leikfang í sögu mannkynsins og þekkt í öllum menningarheimum. 

Hjá Hríslu er hægt að finna skopparakringlur fyrir fólk á öllum aldri! Skopparakringlurnar koma í mismunandi erfiðleikastigum sem gerir leikinn enn áhugaverðari. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið af skopparakringlum hjá Hríslu. 

 


 

Á þessum aldri eykst skilningur barna á tímanum - dögum, vikum, mánuðum og árum. 

Skemmtileg leið til að læra það betur og fylgjast með hvernig tíminn líður eru viku- og mánaðardagatölin frá Grapat sem fást hjá Regnboganum. Það getur jafnvel verið góð gjöf fyrir alla fjölskylduna. 

Ýttu hér til að skoða viku dagatalið hjá Regnboganum

Ýttu hér til að skoða mánaðardagatalið hjá Regnboganum


  

Ekki gleyma að skoða flokkana hér á undan! Þar eru fjölmargar hugmyndir að góðum gjöfum sem nýtast börnum árum saman!

Það er líka alltaf góð hugmynd að bæta við leikfangasett sem eru nú þegar til. Til dæmis að kaupa fleiri segulkubba, fleiri lestarteina eða slíkt. Þegar börn verða eldri vilja þau byggja og skapa enn stærra en áður. Þess vegna er skemmtilegt að hafa nægan efnivið. 

 

Fara á upphafssíðu gjafafærslu