Leikur eins árs barna

 

Þegar börn eru orðin eins árs hafa þau lært mikið um orskök og afleiðingu í gegnum leik sinn fyrsta árið. Nú fer "hefðbundinn" leikur að verða sýnilegri þegar börn stafla kubbum og keyra bíla. Fyrsti vísir að hlutverka- og ímyndunarleik verður sjáanlegur þegar börn þykjast drekka úr bollum og tala í síma. 

Börn eru enn að uppgötva lífið og tilveruna í gegnum skynfærin og því eru skynjunarleikföng enn mjög vinsæl. 

 

Gjafahugmyndir fyrir eins árs börn:

 

Að leika með kubba er ótrúlega þroskandi fyrir ung börn. Að byggja turn æfir samhæfingu handa og augna, þjálfar fínhreyfingar, rökhugsun og fleira. 

Að mínu mati er auðveldast fyrir börn að byrja að æfa sig með viðarkubba eða svampkubba. Það þarf ekki að smella þeim rétt saman heldur nóg að geta sett einn kubb ofan á annan til þess að stafla þeim. Nógu krefjandi er það fyrir litlar hendur!

Náttúrulegu viðarkubbarnir frá Just Blocks fást hjá Playroom.is og eru frábærir fyrstu kubbar fyrir börn. Hægt er að kaupa sérstakt ungbarnasett sem inniheldur 16 kubba sem börn eiga auðvelt með að ná taki á og æfa sig að gera turn. 

Clever Up kubbarnir sem fást hjá Regnboganum eru fjölbreyttir og þroskandi kubbar sem endist börnum lengi. 

Kúlurnar sem fylgja stærsta kubbasettinu eru stórar og valda því ekki köfnunarhættu. 

 

Svampkubbarnir sem fást hjá Valhnetu eru sniðugir kubbar fyrir yngstu börnin. Kubbarnir eru léttir og mjúkir og því engin hætta þó að kubbarnir fari í smá flugferð eins og gerist stundum hjá litla fólkinu.

Athugaðu að framleiðandi mælir með þessum kubbum frá þriggja ára aldri. 

Hjá Valhnetu fást líka MEGA stórir svampkubbar sem eru frábærir með hefðbundnu svampkubbunum en líka skemmtilegir einir og sér. 


 

Fleiri kubbar sem eru frábærir fyrir ársgömul börn eru hvers kyns skynjunarkubbar. Á þessum aldri sækja börn enn í allskyns efnivið sem örvar ólík skynfæri. Skynjunarkubbar nýtast síðan áfram í mörg ár í hvers kyns kubbabyggingar. 

Regnboginn Verslun er með mikið úrval af allskyns ólíkum skynjunarkubbum! Speglakubbar, perlukubbar, glimmervatnskubbar og fleira sem vert er að skoða.

Ýttu hér til að skoða úrvalið af skynjunarkubbum hjá Regnboganum.

 

Vatnskubbarnir frá PlanToys eru virkilega skemmtilegir skynjunarkubbar. Það er skemmtilegt að hrista kubbana til að sjá og heyra hvernig vatnið gutlar innan í þeim. Eins er líka skemmtilegt að horfa í gegnum litaða vatnið til að sjá heiminn í nýju ljósi. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá PlanToys.is


 

Ung börn virðast elska allt sem gefur frá sér hljóð. Það kemur ekki á óvart enda sækja þau mikið í það sem örvar ólík skynfæri eins og ég hef komið inná. Í stað þess að bjóða barni uppá leikfang sem gefur frá sér hljóð þegar ýtt er á takka mæli ég með að bjóða barni upp á hljóðfæri. Ekki bara er skemmtilegt fyrir barnið að skapa hljóð og tóna heldur hefur það jákvæð áhrif á þroska barna að leika sér með hljóðfæri. 

Þú finnur frábært úrval af sniðugum hljóðfærum fyrir börn hjá PlanToys.

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá PlanToys


 

Fleiri sniðug skynjunarleikföng sem ég mæli með að þið skoðið betur er til dæmis skynjunarpúslið sem fæst hjá Regnboganum.

Þetta leikfang er svo fjölbreytt. Kubbar í ýmsum formum, púsl og skynjun. 

Hver kubbur er með sérstakan eiginleika, t.d. hrista til að heyra hljóð, horfa í gegnum stækkunargler, snerta mjúkan flöt og fleira. 

Boltar eru virkilega góð leikföng fyrir ung börn. Sérstaklega ef boltarnir eru nokkrir og hafa mismunandi eiginleika. 

Hjá Playroom fást skynjunarboltar sem koma fimm í setti. Ólíkar stærðir, áferð, þyngd og hitastig.


 

Á þessum aldri finnst börnum gaman að takast á við krefjandi verkefni eins og að stafla. Staflturnar eru alltaf klassískir og sniðugir.

Þessi geometríski turn sem fæst hjá Hríslu er til dæmis mjög sniðugur og endist börnum lengi. 

 

Tréskálarnar frá Grimms fást hjá Hríslu. Þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem notagildið er svo fjölbreytt!

Börn geta dundað sér við að stafla skálunum ofan í hver aðra eða snúa þeim við og stafla þeim upp svo þær myndi turn. 

Skálarnar má nota í allskyns leiki undir smáhluti og eru æðislegar í skynjunarleiki. 

Staflanlega eldflaugin frá PlanToys er annað snilldar leikfang sem hefur fjölbreytt notagildi.

Ekki bara er hægt að stafla diskum upp í eldflaug heldur er formkubbur inni í hverjum disk. Börn læra að þekkja formin og æfa sig í að púsla! 

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá PlanToys


 

Lausamunir (e. loose parts) er eitthvað sem börn geta fært á milli, borið með sér í lófanum, í vasanum eða í töskum. Eitthvað sem þau geta staflað eða raðað. Eitthvað sem þau geta notað eitt og sér eða með öðrum efnivið. Það eru engar reglur um hvernig á að nota lausamuni heldur er það undir barninu sjálfu og ímyndunarafli þess komið hvernig leikurinn þróast. 

Grapat leikföngin eru frábærir lausamunir! Það eru til svo mörg falleg sett og mörg þeirra henta vel frá því að börn eru 12 mánaða. Ég mæli því með að þú skoðir úrvalið hjá Regnboganum eða Hríslu og veljir það sem þér líst best á. 

Gott byrjenda sett gæti verið einfalda og litríka settið með fígúrum, skálum og peningum. Börn hafa til dæmis gaman afþví að setja fígúrurnar ofan í skálarnar og að æfa sig í að stafla peningunum. 


 

InnyBin er sniðugt leikfang sem fæst hjá Leikfangasjoppunni. 

Það er áskorun fyrir litlar hendur að koma leikföngum inn í kassann og sömuleiðis að ná þeim úr kassanum. 

Spin Again er stórskemmtilegt leikfang sem er ný útfærsla af hefðbundnum staflturni. 

Með þessu leikfangi geta börn staflað skífunum og látið þær snúast. 

Spin Again fæst hjá Leiksjoppunni. 


 

Börn þurfa að fá tækifæri til að efla hreyfiþroskann og þá er gott og gagnlegt að þau hafi aðgengi að góðum hreyfileikföngum heimavið. 

Hjá Hulunni færðu sniðuga stöflunarsteina og jafnvægisbretti sem eru mjúk og laus við horn og harðar brúnir og henta því yngstu börnunum vel. 

Börnin geta hoppað í gegnum húsið á stöflunarsteinunum, byggt risastóra turna eða notað þá til að æfa jafnvægið.

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá Hulunni.

 

Fara á upphafssíðu gjafafærslu 

 

Fara í næsta aldursflokk