Leikur ungbarna

 

Það er ótrúlegur þroski og lærdómur sem á sér stað fyrsta ár í lífi hvers barns. Þegar barn fæðist er allt nýtt fyrir því. Umhverfið sjálft er leikvöllurinn! Ungbörn þurfa ekki mikið af leikföngum fyrir leikinn sinn. Fyrst um sinn nota þau augun til að kanna umhverfið og þar er allt svo áhugavert. Síðar nota þau líkama sinn og æfa sig í að hreyfa útlimi og teygja sig í það sem þeim finnst spennandi. Leyfið óheftar hreyfingar eins oft og mikið og hægt er til að stuðla að eðlilegum hreyfiþroska. 

 

Gjafahugmyndir fyrir börn á fyrsta ári:

 

Svarthvítar myndir og leikföng með sterkum línum hjálpa ungbörnum að örva sjónina og einbeitingu. Allra yngstu börnin hafa gaman að því að skoða myndir og fylgja eftir með augunum. Það getur verið sniðugt að setja svarthvítar myndir í vögguna, á skiptiborðið og fleiri staði þar sem barnið er. Hjá Hríslu fást falleg spjöld með svarthvítum dýramyndum ásamt fleiri svarthvítum leikföngum eins og bangsar og boltar frá merkinu WeeGallery

Spjöldin nýtast ekki bara fyrstu vikur og mánuði í lífi barns. Þegar börn verða eldri finnst þeim gaman að geta handleikið spjöldin og skoðað myndirnar sjálf. Með spjöldunum gefst gott tækifæri til að æfa málþroska með því að tala um hvað dýrin heita og hvaða hljóð þau gefa frá sér. 

Ýttu hér til að skoða betur vörurnar frá Wee Gallery hjá Hríslu


 

Þegar börn byrja að teygja sig og reyna að grípa í það sem er í umhverfinu er góður tími til að bjóða uppá hringlu til að leika með.

Ég mæli með að velja hringlu þar sem sést hvaðan hljóðið kemur. Þannig læra börn betur um orsök og afleiðingu. Þau hrista hringluna, sjá hvað hreyfist og læra þannig af hverju það kemur hljóð þegar þau hrista leikfangið. 

Ýttu hér til að skoða betur þessar hringlu frá Grimms sem fæst hjá Hríslu


 

Ungbörn nota skilningarvitin til að kanna og skilja veröldina í kringum sig. Þess vegna eru leikföng sem örva skilningarvitin kjörin fyrir yngstu börnin. 

Skynjunarleikföng sem ég mæli með fyrir ungbörn eru:

Speglaboltarnir frá Regnboganum eru einmitt til þess gerðir að örva skilningarvit barna. Boltarnir koma saman sjö í setti og hver bolti er með mismunandi innihaldi svo þegar þeir eru hristir þá koma mismunandi hljóð. Boltarnir líta út fyrir að vera þungir en eru í raun léttir og auðvelt fyrir litlar hendur að leika með þá. 

PlanToys veltikallarnir eru hannaðir til að örva sjón, heyrn og snertiskyn. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá PlanToys

 

 

PlanToys virknikubbarnir eru hannaðir til að örva sjón, heyrn og snertiskyn. 

Þegar börn verða eldri geta kubbarnir nýst í ýmsar kubbabyggingar eða í ímyndunarleiki þar sem kubbarnir fá til dæmis hlutverk njósnasjónauka. 

Ýttu hér til að skoða úrvalið hjá PlanToys

Skynjunarflaska - fyrsta leikfangið er hannað til að örva sjón, heyrn og hreyfifærni. Flaskan gefur frá sér skemmtilegt hljóð þegar hún er hrist og barnið getur fylgst með munstrinu í flöskunni. Einnig fylgir rauður klútur með hvítum doppum. Klúturinn er keilulaga sem auðveldar litlum höndum.


 

Pikler þríhyrningur er frábært leikfang sem ýtir undir náttúrulegan hreyfiþroska barna. Þegar börn fá tíma og tækifæri til að kynnast Piklernum á eigin tíma og hraða læra þau að þekkja eigin getu og mörk. 

Þú getur notað Pikler frá því að barn fæðist. Það getur til dæmis verið sniðugt að leggja barn undir Pikler þríhyrning og festa eitthvað á milli rimlanna þannig að hann fái hlutverk leikgrindar. 

Piklerinn dugar í mörg ár og hægt að nota hann á ótal vegu! Sem leikgrind, klifurgrind, tjald, fjall, kósý staður og hvað annað sem ykkur dettur í hug. 

Þegar velja skal Pikler mæli ég alltaf með að kaupa CE vottaðan Pikler. 

TriClimb þríhyrningurinn frá Hríslu er CE vottaður og öryggisprófaður. Þessi Pikler þolir allt að 100 kíló!

Hægt er að kaupa ýmsa fylgihluti með TriClimb þríhyrningnum. Til dæmis stiga, rennibraut, prik til að breyta rennibrautinni í kúlubraut og teikniborð sem hægt er að teikna á með töflutúss og krítum. Einnig má nota teikniborðið sem segultöflu. 

Ýttu hér til að skoða allar TriClimb vörurnar hjá Hríslu

 

Wee'un pikler þríhyrningurinn frá Regnboganum er CE vottaður og þolir allt að 250 kíló!

Hægt er að kaupa ýmsa fylgihluti með Wee'un Piklernum. Til dæmis geturðu keypt rennibraut og á hana er hægt að festa ýmislegt eins og klifurdiska, kúlubraut og viðarstangir til að nota í hringjakast. 

Ýttu hér til að skoða allar Wee'un vörurnar hjá Regnboganum

Kinderfeets pikler þríhyrningurinn frá Playroom.is er CE vottaður og þolir allt að 60 kíló!

Hægt er að kaupa rennibraut með Piklernum sem gefur enn meiri möguleika!

Ýttu hér til að skoða Kinderfeets Piklerinn hjá Playroom.is


Annað sniðugt klifurleikfang er LUOTO klifurboginn sem fæst hjá Regnboganum. 

Klifurboginn er virkilega fjölbreytt hreyfileikfang sem hægt er að nota frá fæðingu. Það má hengja leikföng í rimlana og leggja barnið undir þannig að hann nýtist sem leikgrind. Klifurboginn nýtist sem klifurgrind, til að gera virki, til að rugga sér, sem fótboltamark, sem leikfangageymsla, sem borð og margt fleira!

Einnig er hægt að kaupa sérstakan sessupúða sem passar í klifurbogann. Þá geta börn legið eða setið í klifurboganum og haft það notalegt.  

Ýttu hér til að skoða klifurbogann hjá Regnboganum.


 

Þegar kemur að því að læra að ganga getur verið sniðugt að eiga gönguvagn. Gönguvagn sem einnig er hægt að nota sem gullavagn er algert æði. Börn fara gjarnan í gegnum tímabil þar sem þau færa hluti og leikföng frá einum stað til annars. Gullavagninn frá Playroom er frábær í þannig ævintýri!

 

Til baka á upphafssíðu gjafafærslu

 

Fara í næsta aldursflokk