Leikboð - on the go

leikboð skynjunarleikir Feb 16, 2022

 

Mig langar að deila með ykkur leikboði sem ég útbjó einu sinni fyrir börnin mín. Þá vorum við að undirbúa flutninga og við fórum einn helgardag í nýja húsið til að þrífa, mála og fleira sem þarf að gera áður en flutt er inn. Það var ekkert í húsinu og börnin of ung til að vera ein úti að leika á nýjum stað.

Þannig að ég þurfti að hafa með okkur einhverja afþreyingu sem gæti haft ofan af fyrir þeim í góðan tíma!

 

 

Ég útbjó brúnan leir. Þú getur notað venjulega leir uppskrift en sett bökunarkakó í staðin fyrir smá af hveitinu. Svo bætti ég við gröfum og vinnuvélum, kefli, steinum, könglum, götulímbandi og sitthverju fleiru sem ég taldi að börnin gætu notað í leikinn.

 

 

Ég notaði GLIS box frá ikea sem er mjög hentugt fyrir svona ‘on the go’ leikboð. Þau fengu sitthvort boxið til að draga úr líkum á einhverjum árekstrum þennan dag en enduðu á að sameina það sem var í boxunum.

 

 

 

Vonandi nýtist þessi hugmynd!