Að draga úr og lágmarka skjánotkun

Fyrirlestur þar sem farið er yfir HVERNIG er hægt að draga úr og lágmarka skjánotkun barna og nýta skjáinn í staðin á meðvitaðan hátt, okkur í hag. 

Þátttakendur fá senda stutta samantekt að fyrirlestri loknum ásamt verkefnablöðum sem eru gagnleg til að átta sig á umfangi skjánotkunar og að skipuleggja skjálausar stundir. 

Foreldrafélög geta bókað fyrirlestur fyrir sinn foreldrahóp. Sendið póst á [email protected]

Fyrirlesturinn hentar foreldrum barna upp að 12 ára aldri.

Einstaklingum sem hafa áhuga á fyrirlestrinum er bent á að fylgjast með í vefverslun þar sem reglulega eru auglýstir netfundir um efnið.