SKEMAHEGÐUN: Þroskaferli barna í gegnum leik
Orðið skema er notað til að lýsa endurteknum athöfnum barna. Athafnir sem á einn eða annan hátt stuðla að þroska þeirra í gegnum leik.
Með því að þekkja skemahegðun barna getum við betur tekið eftir því þegar börn ganga í gegnum ákveðinn þroska og eru að læra eitthvað nýtt.
Á námskeiðinu læra þátttakendur:
- hvernig við getum stuðlað að auknum þroska og lærdómi í gegnum leik barna
- hvernig við getum stuðlað að lengri og sjálfstæðari leikstundum þegar við áttum okkur á því í hvaða skema barn er hverju sinni.
- hvernig við mætum endurtekinni hegðun sem getur þótt krefjandi með skilningi og þolinmæði.
Námskeiðið hentar mjög vel fyrir starfsfólk leikskóla.
Einnig geta foreldrafélög bókað þetta námskeið fyrir sinn foreldrahóp.