Lykillinn að sjálfstæðum leik barna
Fyrirlestur sem kennir foreldrum og umönnunaraðilum að efla lengri og sjálfstæðari leikstundir.
Meðal umræðuefna er:
- hvernig foreldrar geta mótað viðeigandi væntingar um getu barna til að leika sér sjálfstætt
- þau grundvallaratriði sem gegna mikilvægu hlutverki við að efla sjálfstæðan leik og hvernig foreldrar geta beitt þeim á einfaldan hátt í daglegu lífi.
- hvernig umhverfið getur haft áhrif á leik barna og hvernig foreldrar geta útbúið leiksvæði sem stuðlar að sjálfstæðum leik á sínu heimili.
Foreldrafélög geta bókað fyrirlestur fyrir sinn foreldrahóp. Sendið póst á [email protected]
Fyrirlesturinn hentar foreldrum barna á leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla.