Veldu leikföng út frá innri áhugahvöt barnsins þíns

Apr 20, 2023

 

Þegar við þekkjum til skemahegðunar barna getum við betur tekið eftir því þegar börnin okkar ganga í gengum ákveðinn þroska og eru að læra eitthvað nýtt. Þegar við tökum eftir að barn er í ákveðnu skema getum við hagað umhverfi barnsins þannig að það hafi fleiri tækifæri til að rannsaka, kanna, upplifa og prófa. Ekki bara stuðlum við þannig að auknum þroska og lærdómi hjá börnum heldur getur það líka stuðlað að lengri og sjálfstæðari leikstundum hjá börnunum okkar.

Ýttu hér til að lesa síðustu færslu þar sem ég stikla á stóru um það helsta um skemahegðun barna

 

Eitt af því sem við getum gert til að haga umhverfi barnsins eftir ákveðnu skema er að gera leikföng sem henta því skema sýnilegri á leiksvæði barnanna okkar.

Hér er því listi yfir leikföng sem eru líkleg til að vekja áhuga barna eftir því í hvaða skema þau eru.

 

Í Trajectory skema hafa börn áhuga á því hvernig hlutir eða fólk hreyfist þannig að leikföng sem snúast um hvers kyns hreyfingu eru líklegt til að vekja áhuga. Það er sérstaklega lóðrétt og lárétt hreyfing sem börn sækjast eftir að kanna.

Regnbogaský frá Le Toy Van virkar þannig að börn ýta á prikin sem þá skjótast upp í loftið

Fimleikahringir gefa börnum tækifæri til að sveifla sér fram og til baka.

Klifurgrind nýtist vel til að klifra upp og niður. Rennibrautin er góð viðbót því það er skemmtilegt fyrir börn í trajectory skema að renna sér niður.

Leikklútar eru skemmtilegir til að henda upp í loftið og fylgjast með þeim svífa niður. Það er líka skemmtilegt að hlaupa um með leikklúta þannig að þeir fljúgi eiginlega með manni.

Kúlubrautir eru skemmtilegar fyrir börn í trajectory skema. Þá er það sérstaklega hreyfing kúlunnar áfram og niður sem vekur athygli barna.

Eins geta kúlubrautir í baðið verið mjög vinsælar því í þeim er það ekki bara kúlan sem æðir áfram heldur er líka skemmtilegt að fylgjast með vatninu streyma niður.

 


 

 

Í Orientation skema hafa börn áhuga á að kanna heiminn frá ólíkum sjónarhornum þannig að leikföng sem gera börnum það kleift eru líkleg til að fanga athygli þeirra.

Rimlar sem gerir börnum kleift að klifra hátt upp og fá þannig annað sjónarhorn eru sniðugir.

Klifurgrind getur líka gengt sama hlutverki og rimlarnir. Börn geta klifrað upp og setið efst í klifurgrindinni og þannig séð yfir.

Speglabakki gefur börnum tækifæri til að sjá nýtt sjónarhorn í leiknum sínum.

 


 

Í Connecting skema hafa börn áhuga á að festa hluti saman (og stundum taka þá í sundur) þannig að leikföng sem hægt er að taka í sundur og festa saman eru líkleg til að slá í gegn.

Segulkubbar eru snilld fyrir börn í connecting skema. Bæði skemmtilegt að láta þá smellast saman og líka að taka þá í sundur.

Bílabraut sem börn geta sjálf fest saman er skemmtileg.

Púsl eru líkleg til að vera vinsæl hjá börnum í connecting skema

Hús sem börn geta skapað með því að festa saman plötur á mismunandi vegu eru sniðug fyrir börn í þessu skema.

Þræðingarsett eru líka góð hugmynd fyrir börn í connecting skema.

 


 

Í Rotation skema hafa börn áhuga á hvers kyns snúningi þannig að leikföng sem er hægt að snúa, rúlla eða velta á einhvern hátt henta vel í þessu skema.

Bílar með stórum dekkjum sem hægt er að snúa eru líkleg til að slá í gegn hjá börnum í rotation skema

Kaðlar eru sniðugir því börn geta hangið í þeim og snúið sér í hringi

Óskaskrínin frá Grapat eru skemmtileg af því að þau er líka hægt að nota sem skopparakringlur.

Grapat Lola settið er sniðugt af því að börn geta leikið sér að því að rúlla sívalningunum.

Kúlubrautir geta líka slegið í gegn hjá börnum í rotation skema og þá sérstaklega ef þau hafa tækifæri til að sjá kúluna sjálfa rúlla í gegnum brautina.

 


 

Í Enclosing skema hafa börn áhuga á að afmarka svæði í kringum sig eða hluti þannig að leikföng sem hægt er að nota til að gera það eru sniðug fyrir börn í þessu skema.

Hvers kyns kubbar eru góður efniviður fyrir börn sem vilja afmarka svæði í kringum sig eða hluti.

Leikfangagirðingar eru líklegar til að slá í gegn hjá börnum í enclosing skema.

Flokkunarboxin gefa börnum tækifæri til að hafa litla hluti afmarkaða

Tick It rammarnir í allskyns mismunandi formum eru frábærir fyrir börn í enclosing skema.

Grapat viðarskálarnar eru skemmtileg leið til að hafa litla hluti afmarkaða.

Tré húsin sem börn geta sjálf raðað saman eru sniðug í þessu skema. Börn geta þá raðað húsunum saman í kringum sig eða önnur leikföng.

Klifurgrind eða klifurboginn getur virkað vel til að afmarka svæði í kringum barnið eða í kringum leikföngin.

  


 

Í Enveloping skema hafa börn áhuga á að hylja sig eða hluti og þá er gott ef þau hafa aðgang að leikföngum sem gerir það mögulegt.

Tick It rammarnir í mismunandi formum og plötur til að setja ofan á er líklegt til að slá í gegn hjá börnum sem vilja fela og hylja hluti.

Leikklútar sem börn geta notað til að hylja sig eða leikföngin sín eru sniðugir fyrir börn í enveloping skema.

Grapat box með loki eru mjög sniðug til að hylja og fela litla hluti.

 


 

Í Positioning skema hafa börn áhuga á að raða, flokka eða búa til mynstur þannig að leikföng sem hægt er að lausamunir sem hægt er að nota til að raða, stafla eða flokka eru líkleg til að vekja mikla lukku.

Rainbow Globe risapúslið þar sem börn geta dundað við að raða kúlum eins og þau lystir er frábært leikfang fyrir börn í positioning skema.

 

Little Pegz viðarregnboginn með pinnum er líka ansi líklegt til að slá í gegn.

Viðardýrin frá Le Toy Van er hægt að stafla og eru líkleg til að vekja áhuga barna í þessu skema.

Flokkunarbakkar gefa börnum í positioning skema tækifæri til að raða og flokka eftir stærð, lögun eða lit.

Hvers kyns Grapat leikföng eru frábær fyrir börn í positioning skema. Grapat mandalas passa sérstaklega vel fyrir þetta skema.

 


 

Í Transporting skema hafa börn áhuga á að færa hluti frá einum stað til annars svo leikföng sem hjálpa til við slíkt eru líkleg til að vekja áhuga.

Gönguvagn er algerlega frábær fyrir ung börn í transporting skema. Þau geta þá geymt allskyns hluti og leikföng í vagninum og gengið með hann um allar trissur.

Bílar sem börn geta sett eitthvað inní, ofan á eða ofan í eru sniðugir fyrir börn í þessu skema.

Dúkkukerrur eru skemmtilegar og það má nota þær fyrir margt fleira en dúkkur. Það má keyra allskyns öðrum leikföngum um í dúkkukerru.

Dúkkuvagnar eru alveg jafn mikil snilld og dúkkukerrur!

Litlar ferðatöskur sem börn geta sett leikföngin sín í eru líklegar til að slá algerlega í gegn hjá börnum í transporting skema.

Burðarpokar fyrir dúkkur eru virkilega skemmtilegir.

Burðarrúm fyrir dúkkur (og önnur leikföng) eru líka alveg frábær.

 

 

Þú hefur eflaust tekið eftir því að oft nefni ég sömu leikföngin sem henta fyrir mismunandi skemu. Það þarf nefnilega ekki alltaf að útvega ný leikföng eða efnivið þegar barn fer í gegnum nýtt skema.

Eins og bara með klifurgrind sem nýtist vel þegar börn eru í trajectory skema og leika sér að því að klifra upp og niður. Klifurgrindin nýtist líka vel í orientation skema þegar börn vilja sitja hærra uppi og hafa nýtt sjónarhorn. Klifurgrindin nýtist líka afskaplega vel fyrir börn í enclosing skema þegar börn vilja afmarka svæði í kringum sig eða í kringum leikföng. Þarna hefur sama leikfangið mismunandi notagildi fyrir mismunandi skemu.

Þegar við þekkjum innri áhugahvöt barnanna okkar (skemahegðunin) þá er svo auðvelt fyrir okkur að haga umhverfi barnsins þannig að það eigi auðveldara með að leika sér á sama tíma. Ég vona að þessi samantekt hér gagnist þér og barninu þínu vel.

 

Bestu kveðjur,
Sigrún Yrja