Silkimjúkur slímleir

skynjunarleikir uppskriftir Sep 15, 2021
 

Einfaldasti og mýksti leirinn sem þú getur búið til heima hefur bara tvö innihaldsefni! Þú þarft bara hárnæringu og kartöflumjöl. Ef þú vilt litaðan leir geturðu bætt smá matarlit út í. 

Þú getur notað hvaða hárnæringu sem er. Ég vel bara það sem er ódýrast í búðinni hverju sinni.

Það er erfitt að gefa upp nákvæma uppskrift af því að hárnæring er svo mismunandi eftir tegundum. Það sem ég geri er að byrja á að setja einn bolla af hárnæringu í skál. Síðan set ég smá matarlit saman við ef ég ætla að hafa slímleirinn litaðan. Að lokum bæti ég kartöflumjöli smám saman við þar til ég er komin með silkimjúka áferð. Líklega þarftu 2-3 bolla af kartöflumjöli

Þegar leirinn er farinn að taka á sig einhverja mynd í skálinni er gott að tæma skálina á borð og hnoða leirinn saman með höndunum. Passaðu að hafa nóg af kartöflumjöli við höndina til að bæta við eftir þörfum. 

 

Leirinn geymist í nokkra daga í loftþéttum umbúðum. Ef leirinn er farinn að þorna upp er hægt að setja smá hárnæringu saman við og hnoða vel þar til þú færð þá áferð sem þú vilt. 

 

Sjáðu bara hvað koma nákvæm för í leirinn eftir lófann? 

 

Gleðilegan leik!
Sigrún Yrja